Færsluflokkur: Menntun og skóli

Kveðja frá kennara

Kristbjörg mín.

Þakka þér fyrir samveruna undanfarin 2 ár. Þú ert yndisleg og vel upp alin stúlka, sem gott er að hafa nálægt sér. Hafðu trú á sjálfum þér.

Með kveðju Anna


Verk og list

Í verk og list hef ég verið að vinna við alls konar verkefni og mun ég segja frá því hér fyrir neðan

Í tónmennt hjá Halla fengum við hópurinn að velja einn félaga og velja svo einhvern söngvara til að fjalla um ekki nútímasöngvara heldur einhvern sem hefur lifað "lengi" í hjörtum manna t.d Queen, Steve Wonder., Ég og Sif unnum saman og völdum við að gera um Bítlana við fundum upplýsingar í Google og settum það saman í Word. Síðan þegar verkefnið var tilbúið kynntum við verkefnið.Wink

                                 ________________________

Því næst fór ég í saumar og fékk ég það verkefni að sauma náttbuxur eins og allir áttu að gera. Buxurnar mínar tókust alveg ágætlega en ég var með öðruvísi og var þá aðeins erfiðara að sauma þær. En svo þegar buxurnar mínar voru tilbúnar lét ég kennarann fá þær og gaf hún mér þá fyrir. Svo ef ég átti auka tíma eftir mátti ég gera auka verkefni og valdi ég þá að gera naggrísabæli handa naggrísnum mínum.Grin


Svör og spurningar við gæluverkefni

1. Hvernig finnst þér að hafa frjálsar hendur með val á heimaverkefni (Gæluverkefnið)? Rökstyddu svarið.

Svar: Mér fannst það takast mjög vel við að gera þetta sjálf og ráða hvernig hvernig ég ætti  að gera þetta verkefni

2. Finnst þér betra eða verra að gera áætlun? Útskýrðu.

Svar: Mér fannst betra að gera áætlun því þá næ ég að skipuleggja mig betur.

3. Hvernig finnst þér að hafa heimaverkefni sem nær yfir svona langan tíma? Útskýrðu

Svar: Mér fannst mjög gott að hafa svona langan tíma og þægilegra því þá næ ég líka að fara betur yfir verkefnið og fíngera það aðeins þangað til verkefnatíminn er búinn.

4. Með hvað varstu ánægðastur/ánægðust með í Gæluverkefninu þínu?

Svar: Ég var eiginlega ánægðust með útkomuna því að ég hafði lagt mikla vinnu í þetta verkefni svo að það myndi koma út eins og ég myndi vilja og mér fannst það koma bara eins vel og ég vildi


Gæluverkefnið mitt

Í 7.bekk fékk hver og einn að velja sitt eigið verkefni til að fjalla um það mátti gera verkefnið í photostory eða í power point eða hvað sem maður vill. Ég valdi að gera í photo story og fjalla um fótboltastjörnuna Messi. Ég fékk að vinna í þessu í 4 vikur, og  svo á hverjum sunnudegi átti ég að skrifa skýrslu um hvað ég hef verið að gera í hverri viku. síðan þegar það var tilbúið átti ég að kynna verkefnið fyrir bekkinn, mér gekk alveg rosalega vel að gera þetta verkefni og kynna það. Ég lærði mjög mikið bara við að gera þetta verkefni. Hér fáið þið að sjá það sem ég gerði. Njótið myndbandsins. Tounge 

 

 


Stærðfræði Hringekja

Á föstudögum í stærðfræði höfum við verið að vinna í því að búa til ljóð um mælingar en það er bara hjá Önnu, hjá Helgu vorum við að læra um prímtölur það var alveg æðislega gaman og mjög áhugavert. Hjá Auði vorum við að læra um líkur mér fannst það áhugavert en en ekki það skemmtilegt . Við erum í nokkrar mínútur í hverri stofu og í hverri stofu gerum við eitthvað ákveðið verkefni. Það var fullt að læra bara með því að semja þetta ljóð t.d í hvað mælingarnar eru notaðar. Síðan eftir að ljóðið mitt var tilbúið myndskreytti ég það vel og vandlega Wink


Danska

Í dönsku er ég búin að vera að læra um grunnorðaforða, læra um persónulýsingar, læra að skrifa og þýða föt og svo það sama með liti og tölur. Síðan fengum við það verkefni að búa til Danskt spil og áttu þá að vera tveir og tveir saman og var þá ég með Lilju við náðum að klára spilið og plasta það og svo leifðum við bara krökkunum að spila spilið. Það hefur verið mjög gaman í Dönsku og ég bíð spennt fyrir að læra eitthvað nýtt í DönskunniGrin

Tyrkjaráns leikritið

1. Kostirnir við að setja upp leikritið í tengsl við námsefnið eru það að það er mjög góð tilbreyting og það var mjög áhugavert að gera þetta þannig

2. Mér fannst ég læra námsefnið betur með því að setja upp leikrit af því að ég náði að lifa mig inní sögun og þá verður miklu áhugaverðra þannig næ ég að muna hvað gerist í Tyrkjaráninu

3. Hverjir eru helstu gallarnir við að setja upp leikritið af þessu tagi eru það að ef maður veit einhvern part í leikritinu þá missir maður áhugann ef svo ef maður veit ekki einhvern part þá náttúrulega fær maður aftur áhugann.


Enska

Í Ensku var ég að vinna verkefni um Önnu Frank. Ég fékk Bækling um hana sem ég las. Síðan eftir það þurfti ég að búa til texta um hana og sitja í stílabókina fyrir photo story. Næst þegar textinn var tilbúinn fór ég inná google til að finna myndir svo að það passi við textann. Svo næst þegar ég var búin að sitja myndirnar inná átti ég að tala inná eftir það átti ég að sitja það inná youtube. Þetta verkefni hefur reynst mjög áhugavert og lærði ég mikið af þessu ég lærði m. a. það hvenær hún fæddist, hvernig líf hennar var og svo líka hvað fjölskyldan hennar hét og svo fáið þið líka að heyra margt annað um Önnu Frank í þessu myndbandi.

Hér fáið þið að sjá myndbandiðTounge 


Náttúrufræði

Í Náttúrufræði var ég að vinna við að gera power point um fugla. Ég fann upplýsingar um fuglana á netinu, ég afritaði textann og setti inná glæruna mína svo vann ég útúr því ég gerði alls 13 glærur. Síðan þegar verkefnið var tilbúið átti ég að sitja það inná slideshare. Mér gekk rosalega vel að þessu verkefni sérstaklega að finna upplýsingarnar þótt að ég hafði bara eina síðu til að vinna með. Ég lærði margt nýtt bara með því að vinna við þetta verkefni nú veit ég betur um fugla og þekki þá líka betur. En þetta verkefni var rosalega skemmtilegt og ég hafði mjög gaman að þessu, það er líka alltaf gaman að læra eitthvað nýtt

 


Hallgrímur Pétursson

Við bekkurinn gerðum verkefni um Hallgrím Pétursson. Við áttum að skrifa um ævi hans. Við fengum blað um það hvernig við áttum að gera þetta verkefni. Við fengum líka fyrirmæli um að fara inná náms.is og kíkja á nokkrar glærur um powerpoint, við áttum að gera myndirnar svarthvítar, hafa gamaldags bakrunni, það er líka eitt af því sem ég lærði  Ég fann líka upplýsingar á netinu, Wikipedia og ruv.is. síðan áttum við að setja textann á powerpoint og svo vista inná slideshare. Ég gerði 14 glærur.

Hér fáið þið að sjá verkefnið mitt...Kissing...Góða skemmtun.Grin

 


Næsta síða »

Höfundur

Kristbjörg Eva Andersen
Kristbjörg Eva Andersen

Hola! Ég heiti Kristbjörg eins og þú kannski veist og Á þetta blogg en hvað um það...

svooooo... Hola chica como sta how ya mama doin!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband