Færsluflokkur: Menntun og skóli
1.3.2010 | 08:41
Landafræði
Í landafræði gerðum við margt, fyrst var dregið í hópa og ég lenti með sigrúnu. Við lentum með löndin Eistland, Rússland, Slovakiu og Spán. Síðan áttum við að búa til svona landakort með löndunum sem hver valdi, við fundum upplýsingar um landið og hengdum það upp á vegg. Síðan þegar allt var tilbúið átti hver og einasti að velja land og gera powerpoint. Ég valdi að gera Bosníu og Hersegovinu og hver og einasti fékk blað með upplýsingum um landið sitt.
Og hér ætla ég að sýna ykkur landið Bosnía-Hersegovina
Svo fékk ég að velja annað land og þá valdi ég Grikkland. Mér gekk líka rosa vel að fjalla um þetta land ég fékk líka hjálp þegar ég þurfti. Hérna fáið þið að sjá um landið Grikkland.
Menntun og skóli | Breytt 1.6.2010 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 11:35
Samfélagsfræði
Ég var að læra um árin í Íslandssögunni frá 870 til 1490. Það sem mér fannst áhugaverðast var hvernig fólk lifði sérstaklega þegar síðari kom til Íslands, um helmingur íslendinga dó, plágan var nefn Svartidauði.
Við lærðum um marga biskupa en sá sem mér fannst áhugaverðastur hét Þorlákur helgi. Ástæðan fyrir að ég valdi þennan biskup er að hann var settur í dýrlingatölu en það þýðir að hann var dýrkaður af landsmönnum. Þorláksmessa er 23. desember að vetri og 22. júní að sumri og er nefnt eftir honum.
Menntun og skóli | Breytt 31.5.2010 kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2009 | 12:37
Jarðvísindi
Í jarðvísindi hópunum vorum við að fræðast um eldfjöll og við áttum að vera tvö og tvö saman. Ég og Rebekka vorum saman í hóp og völdum við að fræðast um Eyjafjallajökul. í þessu verkefni vorum við að finna upplýsingar um Eyjafjallajökul og finna myndir á google.is þegar það var tilbúið áttum við að kynna það fyrir allan hópinn.
Og hér er það
Menntun og skóli | Breytt 31.5.2010 kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 14:32
Hringekja í 5.-6. bekk
Íárganginum 5-6 bekk vorum við í hringeggja-val ég var í bara með stelpum í hóp og við byrjuðum hjá Elínrós þar vorum við að syngja lög í tónmenntastofunni næst fór ég til Björgu þar vorum við að fræðast um Kína og við vorum að horfa.
Menntun og skóli | Breytt 31.5.2010 kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 14:21
Norðurlöndin
Undarfarnar vikur höfum við í árganginum í 6.bekk verið að læra um Norðurlöndin. Í fyrsta verkefninu áttum við að velja okkur land og búa til veggspjald um það. Ég lenti í hóp með 2 strákunum. Ég gerði um Kaupmannahöfn og spurningar sem ég nefndi "Vissir þú að?". Síðan áttum við að semja kynningu um Danmörku og kynna eins og við værum ferðaskrifsstofa að kynna ferð til landsins. Við bjuggum líka til bækling í Publisher er settum við svona helstu staði og helstu borgir.
____________
Síðan mátti ég velja mér annað land og gera power point glærur eða moive maker. Ég valdi að fjalla um Finnland, ég safnaði myndum af Finnlandi á Google.is og fann þar myndir af því sem ég var að skrifa um, síðan þegar glærurnar voru tilbúnar þá áttum við að vista það sem
slide show og svo setja það inná slide share .net og svo á bloggsíðuna mína. Hérna sjáið þið afrakstur vinnu minnar.
Menntun og skóli | Breytt 31.5.2010 kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2008 | 14:08
Hópavekefni
Allur árgangurinn fóru til Borgarfjarðar til að skoða Landnámsetrið og einnig Brákarsund sem hún Brák fóstra Egils og ambátt Skalla-Gríms var drepin. Þegar við komum heim byrjuðum við að lesa bókinni Eglu síðan fengum við lista með fullt af verkefnum og máttum velja verkefni af honum. Við áttum að gera að minnsta kosti 2 ritunarverkefni og 2 öðruvísi verkefni. Í ritun valdi ég að gera ástarbréf til Ásgerðar frá Agli, svo valdi ég að gera bréf til stjúpdóttur Egils frá Ásgerði því að Egill ætlaði að svelta sig en Ásgerður bjargar honum.
Í hinum verkefnunum gerði ég víkingaútvarp með Alexander og svo skrifaði ég orðsendingu með rúnaletri til vinkonu minnar. Þetta var alveg ágætt verkefni og mjög skemmtilegt.
Síðan áttum við að vinn hópverkefni þar sem allur árgangurinn vann saman en bara saman í hóp. Ég lengi með Gísla og Írisi í hóp og unnum við 3 verkefni saman við gerðum stuttmynd ,súlurit og svo gerðum við miðaldra bæ í þrívídd.
Menntun og skóli | Breytt 15.12.2008 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 09:09
það mælti mín móðir
Ég var að læra ljóðið Það mælti mín móðir,en fyrst
þurftum við að læra ljóðið utan að og svo áttum við að finna víkinga myndir inná Google.is svo áttum við að raða myndunum og tala inná svo við gætum sett inná youtube og þar er myndbandið tilbúið
4.11.2008 | 14:08
Íslenska
Í Íslensku vorum við að vinna um hvali. Við fórum á nokkrar fræðslusíður og lásum hana og til að finna eitthvað til að skrifa um, síðan fundum við nokkrar myndir. Við lásum margar fræðslubækur um hvali til þess að fá heimildir um hvali, síðan skrifuðum við í tölvur ritgerðina ég skrifaði t.d. um lífsmörk þeirra undirættbálka,fæðuna og margt fleira en ég fékk hjálp!. Það sem ég lærði var margt eins og fæðu þeirra og hvernig þeir anda og svo fleira. Erfiðleikar mínir í þessari verkefni voru til dæmis að finna alla myndirnar og að finna alla upplýsingarnar.það gekk mjög vel að setja ritgerðina á box.net en fyrst skildi ég ekki hvernig ég átti að gera það en það gekk. Mér fannst þetta verkefni mjög skemmtilegt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar